Jarðskjálfti eða glös með þörf fyrir athygli..

..ég var nú bara í sakleysi mínu hérna heima að taka til eftir kvöldmatinn þegar glösin í eldhússkápnum létu allt í einu hressilega vita af tilveru sinni með tilheyrandi glamri.

Ég var nú smá stund að átta mig á því hvað þetta var (þar sem ég virðist ekki verða vör við jarðskjálfta almennt, því ég missi ALLTAF af þeim.) en naut þess svo, þegar ég loksins áttaði mig á því hvað þetta var:), að fylgjast með náttúruöflunum gera vart við sig´.
Ég segi nú bara eins og hann pabbi minn "Mikið getur maðurinn orðið agnarsmár þegar náttúruöflin hreyfa sig aðeins".

Það hlaut að koma að því að það gerðist e-ð spennandi á Selfossi, hér er lítið annað hægt að gera nema læra, sofa, borða og labba í skógræktina. Nema þegar það koma jarðskjálftar:)
Mér finnst ég vera svolítið aftur í tímanum þegar ég hugsa til þess að eina skemmtunin hérna utan eðlilegra grunnþarfa þurfi að vera af náttúrunnar hendi:)
Blast from the past.

 Jæja ætla að fara og gá hvort ég finni fleiri skjálfta áður en þeir lognast algjörlega útaf.
-hef lúmskt gaman af þessu svona eftir á! Allavega meira heldur en þegar þeir standa yfir.


Kv. Hrund


mbl.is Skjálftahrinan á Selfossi ekki talin fyrirboði um stærri skjálfta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fishandchips

Alveg sammála..... Blast from the past... áður en Hekla gaus, minnir að það hafi verið um 1970, þá var mikið af svona smáskjálftum Elska það þegar jörðin skelfur. En missti illilega af suðurlandsskjálftanum árið 2000, var búin að bíða svo lengi eftir þessum stóra. Er fædd og uppalin á suðurlandi. Var mín ekki bara stödd í Keflavík, sorrý, Reykjanesbæ þegar hann reið yfir. Og á fullu við að flytja milli íbúða og fann ekki neitt. Svo þegar eftirskjálftinn kom nokkrum dögum síðar, vorum við ektamakinn komin í ból og við það að sofna. En við kippum okkur ekkert upp við svona, litum á hvort annað og sögðum „Þessi hefur verið stór fyrir austan“ snerum okkur á hina hliðina og héldum áfram að sofa

Fishandchips, 21.11.2007 kl. 01:18

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og tveimur?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband